Fagurferð í Kjós

Innra barnið leiðsögumaður

Pílagrímsgangan um Hálsenda í Kjós var farin með leiðsögn dagana 18. og 19. Júlí í tengslum við hreppshátíðina Kátt í Kjós. Sérstakt leiðarstef göngunnar er leikur og verður innra barn þátttakendanna leiðsögumaður hvers og eins. Ferðin var farin í gosmóðu sem jók á töfra augnabliksins en fjölmenni sótti gönguna báða dagana. Nú er hægt að fara á eigin vegum í þessa 3,5 tíma töfragöngu með því að hlaða niður leiðarvísi í símann eða tölvuna til að prenta út: Leiðin_Kjós_niðurhal

Einnig er hægt að bóka gönguna leiðsögn Guðbjargar R. Jóhannesdóttur, Hrefnu Lind Ásgeirsdóttir sviðslistakonu og Steinunnar Knúts Önnudóttur með því að senda póst á fallegt@fallegt.com