Sviðslist í bók
Dansverkstæðið hýsir sjálfgerandi verk á bók
Um þessar mundir er ég í listamannadvöl á Dansverkstæðinu þar sem ég er að vinna að sviðslistaverkefni Þú og Ég sem kemur út á bók.
Þú og ég er sviðslistaverk sem býður gestum í performatíft stefnumót við hið meira-en-mannska – dýr, hluti, mannngerð og náttúruleg fyrirbæri. Verkið er sjálfgerandi og býður þátttakendum að upplifa og kanna tengsl sín við umhverfið með nýjum hætti. Þú og ég leggur til ramma fyrir þessar upplifanir og skapar rými til athugunar, hlustunar og þátttöku.
Verkið er sett fram í bókaformi. Bókin inniheldur leiðbeiningar um hvernig á að framkvæma verkið. Bókin leiðir þátttakendur í gegnum stefnumót við sex fyrirbæri sem lesandinn mætir á eigin forsendum.
Bókin kemur út í Desember og á útgáfuhófi í Dansverkstæðinu verður hægt að kaupa eintak af bókinni.
Upplýsingar um verkefnið: Þú og ég