Líkaminn í Ásbyrgi

Líkamleikinn skoðaður í gegnum göngu

Nú eru leiðarlýsingar fyrir performatífa pílagrímsgöngu í Ásbyrgi aðgengilegar.

Verkið vann ég með syni mínum Benjamíni Þorláki landverði í Vatnajökulsþjóðgarði. Benjamín hefur sterk tengsl við Ásbyrgi, er menntaður heimspekingur og hefur áhuga á líkamlegri hugsun, sem hann kynntist í gegnum Sigríði Þorgeirsdóttur prófessor í Hí. Ég hef afturámóti kynnst líkamlegri hugsun í gegnum Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur umhverfisheimspeking prófessor í LHÍ og  samstarfskonu mína í Fagurferðum. Við Benjamín hönnuðum gönguna útfrá líkamlegri upplifun, leyfum skilningarvitunum að taka yfir og hugsuninni að spretta uppúr tengslunum sem verða til í ferðalaginu. Í göngunni er líkamleg upplifun af náttúrunni sett í forgrunn bæði þeirri náttúru sem umkringir okkur og en ekki síst þeirri sem býr innra með okkur. Þó verkið tali til vitsmunanna, þá sniðgengur það rökhugsunina og heldur sig við líkamleikann. Í júní buðum við uppá skipulagðar göngur með leiðsögn en nú er hægt að upplifa verkið á eigin vegum með því að hlaða niður leiðarlýsingum í síma, eða prenta út.

Gangan byrjar og endar í Gljúfrastofu.

Leiðin_Ásbyrgi_niðurhal

Nánari upplýsingar um verkefnið: fallegt.com.