Vatnsmýrin komin á netið!

Performatífar pílagrímsgöngur á eigin vegum

Það er mér ánægja að tilkynna að Leiðin – Vatnsmýrin er orðin aðgengileg þeim sem vilja fara leiðina á eigin vegum.

Verkið vann ég ásamt Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur en upplifunar gangan hefst og endar við Norræna húsið og hentar fólki á öllum aldri og með fjölbreytta getu. Í anda pílagrímsferða ganga þátttakendur til móts við sjálf sig en í gegnum sviðssettar hugleiðingar, athuganir og önnur létt verkefni er sjónum beint að tengslum manns við umhverfi sitt.

Pílagrímsgangan Reykjavík er unnin í samstarfi við Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur sviðshöfund, sem notar hjólastól, og er sérstaklega hönnuð með aðgengi í huga. Leiðin er 2,5 km og tekur um það bil 90 til 120 mínútur. Hægt er að hlaða niður leiðarlýsingum hér: Leiðin_Vatnsmýrin_niðurhal

Einnig er hægt að panta leiðsögn með okkur Kolbrúnu  með því að senda tölvupóst á fallegt@fallegt.com með óskum um dagsetningu og fjölda þátttakenda. Hægt er að panta hópferðir á íslensku, ensku eða dönsku samkvæmt samkomulagi.

Nánari upplýsingar: fallegt.com.