Kærleiksgjörð
Kærleiksgjörð Áhugaleikhúss atvinnnumanna
Í tilefni af 20 ára afmæli Áhugaleikhúss atvinnumanna ætlum við að bjóða upp á afmælisgjörning á Dansverkstæðinu Sunnudaginn 16.nóvember kl.15 sem hluta af dagskrá RDF. Öll eru velkomin og aðgangur er ókeypis.
Við stukkum fram á sjónarsviðið árið 2005 á hápunkti efnahagsbólunnar. Við unnum saman í áratug og kvöddum þegar við höfðum frumsýnt síðasta verkið í fimmverka röð, Ódauðleg verk, um eðli mannnsins árið 2015. Bók fylgdi í kjölfarið árið 2016.
Síðan liðu tíu ár í þögn. Nú sameinast Áhugaleikhús atvinnumanna á ný til að fagna tuttugu ára afmæli sínu.
Kærleiks gjörð er engin nostalgísk endurkoma. Þetta er einskonar upprisa, klukkutími af upprifjun, vangaveltum og ærslum. Hópurinn tekur fram brot úr fortíðinni og breytir þeim í ný form. Ævinlega tortryggin á kapítalisma og markaðsdrifna list endurheimtir hópurinn sviðið sem vettvang umhyggju, samstöðu og andófs. Þetta afmæli snýst um tengsl og samstöðu.
Þetta er kærleiks gjörð.