
Æfingar í hvíld
Sjö æfingar í hvíld
Nú er hægt að ganga Leiðina – Hallormstaður á eigin vegum. Leiðarlýsingin er komin á netið og má bæði hlaða niður í síma eða prenta út og taka með sér inn í skóginn.
Verkið er hluti af Leiðinni, röð performatífra pílagrímsganga víða um land. Hver ganga á sér sitt leiðarstef – í Hallormstaðarskógi er það hvíld. Hér er þátttakendum boðið að staldra við, hlusta, anda og finna hvernig skógurinn kennir okkur að slaka á.
Ég vann verkið í samstarfi við Nínu Magnúsdóttur myndlistakonu, og saman mótuðum við ferðalag sem leiðir fólk í gegnum sjö æfingar í hvíld.
Gangan tekur um þrjár klukkustundir, liggur um fimm kílómetra leið á skógarstígum og er opin öllum – hvenær sem er. Gangan byrjar og endar við hússtjórnarskólann í Hallormsstað.
Leiðin_Hallormstaður_niðurhal
Nánari upplýsingar um verkefnið: fallegt.com.
