
Pleased to meet you
GAMAN AÐ KYNNAST ÞÉR
PERFORMATÍFT STEFNUMÓT VIÐ ÞAÐ MEIRA-EN-MENNSKA
Hvert er tungumál baktería, steinefna, plantna, himinsins, múrsteinsveggja? Hefur þú nokkurn tíma heyrt rödd heimilis þíns? Þakkað grasinu fyrir þjónustu þess? Spurt tré út í sorg? Sagt því frá ástinni?
Gaman að kynnast þér er tengslmyndandi þátttökuverk sem skoðar hvernig menn tengjast umhverfi sínu. Verkið er tilraun í síð-mennskum sviðslistaaðferðum þar sem hið performatífa stefnumót færist frá mannlegum samskiptum yfir í stefnumót milli mannlegs gests og meira-en-mennskan gestgjafa. Verkið kannar leiðir til samskipta við það meira-en-mennska; plöntur, dýr, manngerða hluti og náttúruleg fyrirbæri – innan í gljúpri dramaturgískri umgjörð.
Verkið er sjálfgerandi sviðslistaupplifun í kassa sem inniheldur leiðbeiningaspjöld og props. Spjöldin veita þátttakendum leiðsögn í athugunum, pælingum og gjörðum, á meðan propsið eru notaðir til að framkvæma ákveðin verkefni. Verkið er tengslamiðað og leitast við að stuðla að vitund, hlustun og speglun milli mannlegra og meira-en-mannlegra þátttakenda.
Útgáfur:
Reykjavík, 2022 (RDF & Lókal hátíðir): Tjörnin (Reykjavíkurtjörn), samfélag fugla við tjörnina og lampi inni í Iðnó.
Malmö, 2023 (Inter Arts Centre): Myndvarpi í IAC, Långa Dammen (tjörn í Folkets Park), og samfélag fugla á Möllevångstorget.
Stokkhólmur, 2024 (Listaháskóli Stokkhólms): Yucca planta, vindurinn og lampi í tónlistarherbergi.
Hver útgáfa aðlagast sínu sérstaka umhverfi og skoðar tengsl, virkni og nærveru handan mannlegrar skynjunar. Verkið skorar á hefðbundnar leiðir til samskipta við meira-en-mannlega heiminn og opnar nýjar víddir performatífra stefnumóta.
A PERFORMATIVE ENCOUNTER WITH THE MORE-THAN-HUMAN