Pleased to meet you

GAMAN AÐ KYNNAST ÞÉR

PERFORMATÍFT STEFNUMÓT VIÐ ÞAÐ MEIRA-EN-MENNSKA

Hvert er tungumál baktería, steinefna, plantna, himinsins, múrsteinsveggja? Hefur þú nokkurn tíma heyrt rödd heimilis þíns? Þakkað grasinu fyrir þjónustu þess? Spurt tré út í sorg? Sagt því frá ástinni?

Gaman að kynnast þér er tengslmyndandi þátttökuverk sem skoðar hvernig menn tengjast umhverfi sínu. Verkið er tilraun í síð-mennskum sviðslistaaðferðum þar sem hið performatífa stefnumót færist frá mannlegum samskiptum yfir í stefnumót milli mannlegs gests og meira-en-mennskan gestgjafa. Verkið kannar leiðir til samskipta við það meira-en-mennska; plöntur, dýr, manngerða hluti og náttúruleg fyrirbæri – innan í gljúpri dramaturgískri umgjörð.

Verkið er sjálfgerandi sviðslistaupplifun í kassa sem inniheldur leiðbeiningaspjöld og props. Spjöldin veita þátttakendum leiðsögn í athugunum, pælingum og gjörðum, á meðan propsið eru notaðir til að framkvæma ákveðin verkefni. Verkið er tengslamiðað og leitast við að stuðla að vitund, hlustun og speglun milli mannlegra og meira-en-mannlegra þátttakenda.

Útgáfur:
Reykjavík, 2022 (RDF & Lókal hátíðir): Tjörnin (Reykjavíkurtjörn), samfélag fugla við tjörnina og lampi inni í Iðnó.
Malmö, 2023 (Inter Arts Centre): Myndvarpi í IAC, Långa Dammen (tjörn í Folkets Park), og samfélag fugla á Möllevångstorget.
Stokkhólmur, 2024 (Listaháskóli Stokkhólms): Yucca planta, vindurinn og lampi í tónlistarherbergi.
Hver útgáfa aðlagast sínu sérstaka umhverfi og skoðar tengsl, virkni og nærveru handan mannlegrar skynjunar. Verkið skorar á hefðbundnar leiðir til samskipta við meira-en-mannlega heiminn og opnar nýjar víddir performatífra stefnumóta.

A PERFORMATIVE ENCOUNTER WITH THE MORE-THAN-HUMAN

What is the language of bacteria, minerals, plants, the sky, a brick wall? Have you ever listened to the voice of your home? Thanked the grass for its service? Asked a tree about sadness? Told it about love?
Pleased to Meet You is a relation-specific performance exploring how humans engage with their environment. As an experiment in posthuman performance approaches, it shifts the performative encounter from human-to-human interactions to meetings between a human guest and a non-human host. The work investigates ways of interacting with the more-than-human—plants, animals, objects, and natural elements—within a structured dramaturgical framework.
Designed as a DIY performance, the work is presented in a box containing prompt cards and objects. The cards guide participants through observations, contemplations, and actions, while the objects facilitate interaction. The piece is relation-specific, aiming to foster awareness, listening, and mirroring between human and more-than-human agents.
Editions:
•Reykjavík, 2022 (RDF & Lókal festivals): Tjörnin (the city pond), its bird community, and a lamp inside Iðnó.
•Malmö, 2023 (Inter Arts Centre / Lund University): A projector at IAC, Långa Dammen (a pond in Folkets Park), and the birds of Möllevångstorget.
•Stockholm, 2024 (Stockholm University of the Arts): A Yucca plant, the wind, and a lamp in the music room.
Each edition adapts to its specific environment, exploring relationality, agency, and presence beyond human perception. The work challenges habitual ways of engaging with the non-human world, opening new possibilities for performative encounters.