FjarVera

FjarVera var flutt sumarið 2020 á Listahátíð í Reykjavík, þegar heimsfaraldurinn hafði haft áhrif á daglegt líf og breytt skilningi á nærveru, samskiptum og rými.

Verkið fór fram á fimm heimilum í ólíkum hverfum borgarinnar, hvert þeirra merkt póstnúmeri sínu. Þessi einstaklings verk voru opin í eina viku í senn á hverju heimili, þar sem gestir fengu tækifæri til að kanna heimili ókunnugs fólks—í fjarveru þess.

Heimilisfólkið var ekki á staðnum, en einstaka gæludýr voru til staðar.

Í FjarVeru var gestum, einum í einu, boðið að ganga um heimili ókunnugs einstaklings og velta fyrir sér spurningum um nærveru: Hvað þýðir það að vera til staðar í eigin lífi? Að vera virkur? Að skynja umhverfi sitt með öllum skilningarvitum? Hvað er það sem skilur fólk að og hvað tengir það saman?

Verkið beindi sjónum að hversdagslegum athöfnum sem móta líf fólks – rútínum, gildum og hugmyndum um lífsgæði. Hvernig birtast þessar venjur í rými, hlutum og sporunum sem fólk skilur eftir?

Verkið var unnið í samstarfi við fimm gestgjafa, þversnið af íbúum Reykjavíkur. Á heimilunum biðu gestanna handskrifuð bréf sem leiddu þá áfram, vöktu spurningar, lögðu fyrir verkefni og opnuðu dyr inn í líf annarra.

Með því að fylgja leiðbeiningunum áttu gestir samtal við eiganda heimilisins—manneskju sem var ekki á staðnum en hafði skilið eftir sig ummerki, venjur og nærveru í fjarveru.

Í FjarVeru var hversdagsleikinn sjálfur settur í forgrunn, og athafnir daglegs lífs skoðaðar á nýjan hátt. Með því að fylgja sporunum sem aðrir höfðu gengið var gestum boðið að íhuga eigin venjur, gildi og það sem þeir töldu mikilvæg lífsgæði.

Hversdagsritúöl urðu að leiðarvísi í þessari ferð, þar sem hver hreyfing, hver athöfn og hver hlutur gaf vísbendingar um lífið í þessu rými – og það sem er þess virði að varðveita.

Research Catalogue: 
www.researchcatalogue.net/view/

No-Show

No-Show was performed in the summer of 2020 at the Reykjavík Arts Festival, during a time when the pandemic had affected daily life and reshaped understandings of presence, communication, and space.

The work took place in five homes across different neighborhoods of the city, each identified by its postal code. These individual performances were open for one week at a time in each home, offering visitors the opportunity to explore the home of an unknown person—in their absence. The residents were not present, though in some cases, pets were.

In No-Show, guests, one at a time, were invited to walk through the home of a stranger and reflect on questions of presence: What does it mean to be present in one's own life? To be active? To engage with the world through the senses? What separates people, and what connects them?

The work focused on everyday rituals, personal values, and ideas of quality of life—how these manifest in spaces, objects, every day rituals and the traces people leave behind.

The work was created in collaboration with five hosts, representing a cross-section of Reykjavík’s residents. Within the homes, handwritten letters awaited the visitors, guiding them through the space, posing questions, assigning tasks, and opening doors into another person’s life.

By following the instructions, guests engaged in an intimate yet one-sided conversation with the absent host—someone whose presence lingered through routines, objects, and traces left behind.

In No-Show, the everyday was brought into focus, and daily life was examined from a new perspective. By following the footprints of others, guests were invited to reflect on their own routines, values, and perceptions of quality of life.

Everyday rituals became a guide through the experience, where each movement, action, and object revealed clues about the life lived in that space—and what is worth preserving.

Research Catalogue: 
www.researchcatalogue.net/view/