Eyja

Eyja - Þátttökuverk um hvað það þýðir að tilheyra

Eftir Steinunni Knúts-Önnudóttur í samstarfi við Grétu Kristínu Ómarsdóttur og íbúa Hríseyjar.

Eyja er verk sem fjallar um átthagafjötra, samfélag og sjálf.

Hvað þýðir að vera heimamaður? Hvað þýðir að vera aðkomumaður eða útlendingur? Hvað er það sem sameinar og hvað sundrar? Hvaða ábyrgð hefur þú gagnvart samfélaginu sem þú tilheyrir? Hvaða ábyrgð hefur þú gagnvart landinu sem þú elskar? Hvenær átt þú eyjuna og hvenær á eyjan þig?

Eyja er þátttökuverk um hvað það þýðir að tilheyra. Verkið er flutt í Hrísey, brothættri byggð þar sem líf og lífsskilyrði eru viðkvæm. Lífið í eynni endurspeglar þau hnattrænu verkefni sem blasa við í heiminum árið 2020.

Gestum er boðið til Hríseyjar til að rýna í eigin hugmyndir um sjálf og samfélag og um tíma og stað. Í verkinu er gestum boðið að hugleiða áleitin stef um mannlegt samfélag í gegnum táknrænar gjörðir, hugvekjur og með göngu í gegnum innsetningar. Í verkinu speglar gesturinn sjálfan sig í sviðsettu ferðalagi um líf og lífsgildi gestgjafanna.

Verkið tekur um tvo og hálfan klukkutíma en hluti af verkinu er ferðalagið út í Hrísey.
Verkefnið er unnið með það að leiðarljósi að ganga ekki á auðlindir og takmarka kolefnisspor.

Eyja var hluti af A! Gjörningahátíð og var unnið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar.

Research Catalogue

Island - Participatory Performance About What it Means to Belong

Eyja is a piece about what it means to belong; what ties a person to a community or a place and what kind of commitment it requires to be a part of something. The challenges of the island reflect the global challenges of current times. In the performance guests are invited to critically investigate their own ideas on what it means to belong. The guests are invited to mirror themselves in a staged journey through the life and values of the islanders. Through walks, observations, genuine exchange, symbolic gestures and structured dialogue, topics on quality of life on the ´island´ are contemplated.

The piece was a part of A! International Performance Festival and was produced in collaboration with Akureyri Theatre Company.

Research Catalogue